Hér höfum við tekið saman algengar spurningar og svörin við þeim. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, ekki hika við að hafa samband við okkur.
Spurt og svarað

Hér höfum við tekið saman algengar spurningar og svörin við þeim. Ef þú finnur ekki það sem þú ert að leita að, ekki hika við að hafa samband við okkur.
Allar eignir sem eru lausar til leigu hverju sinni eru birtar á vefnum okkar.
Þú finnur lausar íbúðir með því að smella á "Íbúðir til leigu" á vefnum. Með því að velja þá eign sem þú hefur áhuga á og velja „Sækja um íbúð“, er hægt að fylla út umsókn rafrænt og senda inn.
Við svörum umsóknum eins fljótt og mögulegt er.
Já, þú getur skráð þig á biðlista á forsíðunni, smelltu hér
Þegar tilvonandi leigutaki hefur ákveðið að taka eignina á leigu, er greitt staðfestingar– og umsýslugjald, til að festa sér eignina. Staðfestingar- og umsýslugjald er gjald fyrir ástandsskýrslu sem gerð er bæði við innskoðun og útskoðun á eign sem og annar kostnaður, t.d vegna skjalagerðar. Ef viðkomandi hættir við að leigja eignina, er gjaldið ekki endurgreiðanlegt. Sjá verðskrá okkar hér.
Almenna regla er að gæludýr eru ekki leyfð í íbúðum Skálabrúnar.
Senda skal tölvupóst á viðhald@skalabrun.is.
Senda skal uppsögn á leigusamningi í tölvupósti á skalabrun@skalabrun.is merkt uppsögn. Við leiðbeinum þér svo með framhaldið og sendum þér gátlista yfir það sem þarf að gera áður en íbúðinni er skilað.
Skil á íbúðinni og úttekt miðast við að íbúðin sé tilbúin til innflutnings fyrir næsta leigutaka. Við afhendum gátlista fyrir skil.
Grundvallarreglan um frágang íbúða er að þær séu hreinar í hólf og gólf, veggir heilir, leigutaki skal spartla í þau göt sem hann hefur gert á veggi eignarinnar og íbúð skal vera nýmáluð. Skálabrún ehf býður upp á að mála íbúðir fyrir leigutaka, sjá verðskrá hér. Gluggar og svalahurðir eiga að vera hreinir einnig skulu gólf ávallt þrifin (ekki nauðsynlegt að bóna gólfið). Þrífa skal allar lofttúður og skápa utan sem innan og tæki sem tilheyra íbúðinni. Perustæði eiga að vera með ljósaperum í öllum herbergjum.
Leigutaki skal láta aflétta leigusamningi (hafi honum verið þinglýst) við lok leigusambands. Ef samningi er ekki aflétt þá tefur það fyrir uppgjöri og endurgreiðslu á leigutryggingu. Þegar lokaúttekt hefur farið fram hefur leigutaki ekki kost á því að gera við eða framkvæma aðrar viðgerðir á íbúðinni, íbúðin á að vera tilbúin frá leigutaka þegar lokaúttekt fer fram.
Til þess að umsókn teljist gild, þarf að fylgja með lánshæfismat frá Credit Info og sakavottorð frá island.is. Lestu meira um umsóknarferlið hér.
Innifalið í leigu er meðal annars rekstrarkostnaður vegna:
- Hita af íbúð leigutaka
- Snjómokstur
- Slátt á grasi
- Húsvörslu
- Rekstrarkostnaður sameignar, svo sem hita og rafmagn í sameign, eftirlit og rekstur á lyftu, ræstingar á sameign o.fl.
Já, við förum fram á að allir leigjendur leggi fram tryggingu sem nemur þriggja mánaða leigu áður en leigusamningur er undirritaður. Tryggingin má vera í formi reiðufjár sem lagt er inn á vörslureikning hjá Skálabrún ehf, bankaábyrgðar frá viðskiptabanka eða tryggingu frá Leiguskjóli.
Nei, þú getur skrifað undir hvar sem er og hvenær sem er með rafrænni undirritun. Ferlið virkar þannig að við sendum þér leigusamning sem þú undirritar með rafrænu skilríki. Vert er að hafa í huga að ekki er hægt að þinglýsa rafrænu eintaki af leigusamningi enn sem komið er. Hafir þú hug á því að þinglýsa leigusamningi þínum þá þarft þú að undirrita með hefðbundnum hætti á löggiltum skjalapappír.
Við hvetjum alla sem eiga rétt á mánaðarlegum húsnæðisbótum, til að sækja um þær. Sótt er um húsnæðisbætur á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunnar. Þar er einnig að finna reiknivél sem getur hjálpað þér að áætla þá upphæð sem þú átt rétt á. Skálabrún ehf skráir alla undirritaða leigusamninga í Húsnæðisgrunn HMS.