Skálabrún var stofnað árið 2024 og er dótturfélag KEA. Aðalstarfsemi þess er útleiga íbúðarhúsnæðis á almennum markaði. Félagið var stofnað í kringum kaup á 119 íbúðum Íveru á Akureyri. Skálabrún er stærsta félag þessarar tegundar á Akureyri og markmiðið er að byggja félagið enn frekar upp yfir lengri tíma.
Hjá Skálabrún eiga leigutakar að geta gengið að leiguöryggi en leigan tekur breytingum yfir tíma eftir þróun markaðsverðs leigu og í samræmi við ákvæði húsaleigulaga.
